Platome líftækni er nýstofnað fyrirtæki sem starfar, eins og nafnið gefur til kynna, við lausnir í lífeindatækni. Stofnandi Platome heitir Sandra Mjöll Jónsdóttir, en hún er lífeindafræðingur að mennt og er að klára doktorspróf í sameindalífvísindum. Hún tók þátt í frumkvöðlakeppninni Gullegginu sem haldin var fyrr á árinu á vegum Icelandic Startups, sem áður hétu Klak Innovit, og lenti hugmynd Söndru í öðru sæti í keppninni.

Að henni lokinni óx fyrirtækið hratt og það var aðeins fyrir skömmu síðan sem raunverulegt fyrirtæki var stofnað kringum reksturinn. Þegar hefur Platome líftækni ráðið til sín starfsmann auk þess sem fyrirtækið hefur eignast viðskiptavini. Að sögn Söndru Mjallar er fyrirtækið sannarlega komið á flugferð.

Nota blóð úr mönnum

Lausnir Söndru og samstarfsfólks hennar snúa að því að framleiða næringu fyrir stofnfrumur, sem verið er að rannsaka í rannsóknarstofum vísindamanna um heim allan, en á nýjan hátt - með því að nýta blóð úr mönnum, þegar dýralífefni hafa verið notuð til þessa. Það að nota mannablóð, sem Platome fær frá blóðbankanum þegar það rennur út, skilar sér í betri niðurstöðum fyrir þá sem rannsaka stofnfrumurnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Laun aðstoðarmanna ráðherra hækka verulega.
  • Fjarskiptafyrirtækið Nova er metið á annan tug milljarða.
  • Stjórnendur Ölgerðarinnar munu áfram eiga hlut í fyrirtækinu að lokinni sölu.
  • Hörð samkeppni ríkir í vopnasölu á heimsvísu.
  • Veitingastaðurinn Lemon fer í fimmta gír í útrásinni.
  • Svipmynd af Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, forstöðumanni mennta- og mannauðsmála Samtaka Iðnaðarins.
  • Ítarlegt viðtal við Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarformann Já hf.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um hlutleysi blaðamanna.