Í nýju sérblaði Viðskiptablaðsins um fjármál einstaklinganna er farið ítarlega yfir ýmsa fjárfestingakosti sem einstaklingum stendur til boða á þessum óvissutímum. Eftir bankahrun hefur valkostum til fjárfestinga fækkað verulega og fjármunir almennings leitað í hefðbundnar innstæður í bönkum og skuldabréf. Það getur verið snúið að vita hvar best er að ávaxta peningana sína og í blaðinu er farið yfir nokkra kosti.

  • Fjármálafyrirtæki reka fjölmarga skuldabréfasjóði hér á landi sem fara ört stækkandi. Farið er fyrir kostnað við að fjárfesta í slíkum sjóðum, ávöxtun greind og reynt að draga fram áhættuna af því að kaupa í slíkum sjóðum.
  • Margir kjósa að geyma peningana sína á venjulegum bankareikningum í formi innstæðna. Í sérblaði um fjármál einstaklinganna eru innlánsvextir lánastofnana á verðtryggðum og óverðtryggðum reikningum kortlagðir. Eins rædd sú spurning hvort allar innstæður séu tryggðar.
  • Margir hafa spurt sig hvort það borgi sig að taka út séreignarsparnaðinn. Farið er yfir hvað það felur í sér og hvaða ókostir og kostir fylgja því að taka út séreignarsparnað.
  • Einnig er fjallað um mikilvægi þess að halda vel utan um fjármál heimilisins og hvernig netbókhald getur hjálpað til við það með einföldum hætti. Þá er fjallað um námskeið sem bankarnir halda um fjármál einstaklinga víða um land.

Hægt er að nálgast blaðið hér .