*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 12. janúar 2019 10:02

Vinstri slagsíða í Silfrinu

Þjóðmál taldi viðmælendur, sem tóku þátt í „vettvangi dagsins" í hinum vinsæla umræðuþætti Silfri Egils á RÚV.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tímaritið Þjóðmál lagði það á sig á dögunum að telja viðmælendur, sem tóku þátt í „vettvangi dagsins" í hinum vinsæla umræðuþætti Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu nú á haustönn.

Þar voru teknir tali 59 manns fyrir jól (nokkrir tvisvar), en Þjóðmál röðuðu þeim eftir stjórnmálaviðhorfi, til hægri, vinstri og miðju, en auk þess voru nokkrir - aðallega blaðamenn - merktir hlutlausir, þó eflaust mætti skipa þeim sumum á pólitískan bekk.

Meira en helmingurinn reyndust vinstrimenn. Það er ekki í neinu samræmi við fylgi flokka og varla í góðu samræmi við skyldur RÚV. um hlutleysi, jafnvægi og miðlun ólíkra skoðana.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is