*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 22. desember 2020 07:10

Virði Bakkavarar lækkað um nær helming

Markaðsvirði Bakkavarar nam 77 milljörðum króna í gær en bréf félagsins hafa lækkað um nær helming á þessu ári.

Ritstjórn
Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður Bakkavarar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hlutabréf matvælaframleiðandans Bakkavarar, sem skráð eru í kauphöll London, hafa lækkað um 47% það sem af er ári. Markaðsvirði félagsins er nú um 449 milljónir punda – andvirði 77 milljarða króna.

Hlutabréf Bakkavarar voru skráð í kauphöll síðla árs 2017 á genginu 19 pundum. Örfáum mánuðum síðar náðu bréfin hápunkti í 21 pundi en hafa jafnt og þétt lækkað síðan þá. Bréfin náðu sögulegri lægð í september á þessu ári í 4,9 pundum og hafa hækkað um 60% síðan þá.

Bréf félagsins lækkuðu um 1,7% í viðskiptum gærdagsins en titringur var á mörkuðum hérlendis sem og erlendis í gær. Ástæðuna má meðal annars rekja til COVID. Á meðal stórra hluthafa í Bakkavör eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir.

Stikkorð: Bakkavör