Fjármálafyrirtækið Virðing hefur lokið við fjármögnun samlagshlutafélagsins Veðskuldar II, sem fjárfestir í veðskuldabréfum með veði í Atvinnuhúsnæði. Fjárfestingageta félagsins er 9,4 milljarðar eftir fjármögnunina og verður félagið í vörslu og rekstri Rekstrarfélags Virðingar sem er rekstrarfélag Verðbréfasjóða í eigu Virðingar.

Hluthafar Veðskuldar II eru 15 lífeyrissjóðir.

Fram kemur í tilkynningu að Virðing stýrir einnig Veðskuldabréfasjóðnum Virðing sem nú er full fjárfestur og á eignir uppá tæpa 12 milljarða. Virðing hefur lengi verið leiðandi í miðlun og umsýslu veðskuldabréfa og mun nýja félagið styrkja stöðuna enn frekar á þeim vettvangi því samanlagðar eignir fyrri sjóðsins og Veðskuldar II eru um 21 milljarður.