Hæstiréttur hefur dæmt fjármálafyrirtækið Virðingu til að greiða Byr sparisjóði 125 milljónir króna ásamt vöxtum  og málskostnaði vegna riftunar á uppgreiðslu skuldabréfa sem Sparisjóður Hafnarfjarðar gaf út. Virðing sagðist ekki hafa verið eigandi skuldabréfanna, sem hafði verið breytt í innlán Virðingar hjá Byr í apríl 2009.

Hæstiréttur segir hins vegar að Virðing hafi greitt bréfin fyrir með eigin fé og fyrirtækið því komið að viðskiptunum sem eigandi skuldabréfanna.

Dómur Hæstaréttar