Tryggingafélagið VÍS hagnaðist um 408 milljónir króna í fyrra. Þetta er tvöfalt meiri hagnaður en árið á undan Talsverðu munar um 524 milljóna króna hagnaraf fjárfestingarstarfsemi félagsins í fyrra eftir 506 milljóna króna tap árið 2010.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Sigrún Ragna Ólafsdóttir
© vb.is (vb.is)

Fram kemur í uppgjöri félagsins að hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta hafi numið 95 milljónum króna í fyrra samanborið við 819 milljóna króna hagnað fyrir skatta árið á undan.

Þá segir í uppgjörinu að vátryggingaskuld VÍS nam tæpum 24,8 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af hljóðaði tjónaskuldin upp á 19,5 milljarða. Eignir á móti skuldinni eru sagðar mjög traustar enda að stærstum hluta ríkistryggð skuldabréf.

Arðsemi eigin fjár nam 3,6% á síðasta ári samanborið við 1,8% árið á undan.

Eigið fé VÍS nam 11,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og stóð eiginfjárhlutfallið í 30%.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, sem sjá má á myndinni, segir afkomu ársins undir væntingum. „Félagið tekur meðal annars þátt í alþjóðlegum endurtryggingum á sviði náttúruhamfara og var árið 2011 erfitt á þeim markaði með stórum jarðskjálftum og flóðum víða um heim. Hér heima var einnig nokkuð um stór tjón, í brunatryggingumog sjótryggingum sem settu strik í vátryggingarekstur félagsins.“

Ný stjórn kosin

Aðalfundur VÍS var kjörin á aðalfundi tryggingafélagins á föstudag í síðustu viku. Benedikt Jóhannesson er stjórnarformaður félagsins en Magnús Scheving Thorsteinsson varaformaður. Þá skipa stjórnina Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ingi Rafn Jónsson.