*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. mars 2015 10:24

VÍS lækkar um 3,9% í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa VÍS hefur lækkað mikið í 250 milljóna króna veltu það sem af er degi.

Ritstjórn
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

VÍS hefur lækkað um 3,87% í Kauphöllinni frá því að markaðir opnuðu í morgun. Velta með hlutabréf fyrirtækisins nemur 248 milljónum króna. Þetta kemur fram á hlutabréfavakt Keldunnar.

Greint var frá því í gær að sex gæfu kost á sér í stjórn félagsins á næstkomandi aðalfundi. Fjórar konur og tveir karlar gefa kost á sér í fimm stjórnarsæti og samkvæmt hlutafélagalögum verða tveir stjórnarmannana að vera af einu kyninu en þrír af hinu. Í ljósi þess að aðeins tveir karlar gefa kost á sér munu þeir báðir enda í stjórn félagsins. Þá er ljóst að Hallbjörn Karlsson, stjórnarformaður VÍS, mun láta af störfum en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni.

Litlar breytingar hafa orðið á gengi annarra bréfa það sem af er degi.

Stikkorð: Kauphöll Íslands VÍS