Skatttekjur á hvern ferðamann drógust saman um 11% að raunvirði á árunum 2008-2012 á sama tíma og greiðslukortanotkun á hvern erlendan ferðamann jókst um 30%. Þetta kemur fram í greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins á. Á vef SA segir að þessi þróun sé mikið áhyggjuefni og vísbending um umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustu.

Greiningin verður kynnt á Grand Hotel á morgun ásamt nýrri hagspá. Í hagspánni kemur fram að staða efnahagslífsins innan fjármagnshafta er brothætt. Raunveruleg hætta sé á eignaverðbólgu, að hagkerfið ofhitni og að gjaldeyrisafgangur þjóðarbúsins verði enginn. Tækifærið til losunar hafta geti því verið fljótt að hverfa.