Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2018 er 454,6 stig og hækkar um 0,62% frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vef Hagstofunar . Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 390,1 stig og hækkar um 0,46% frá maí 2018.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði eða reiknuð húsaleiga hækkar um 1,1%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,1%.