ísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2014 er 422,6 stig (maí 1988=100) og lækkar um 0,12% frá fyrri mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar .

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,7 stig og lækkaði um 0,43% frá ágúst. Helsti þáttur sem hefur áhrif á vísitölulækkun er að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 28,9%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði þó um 1,4%. Sumarútsölum er enn fremur nánast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 3,3%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8%