Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs í mars, segir greiningardeild Landsbankans og spáir spáir 0,9% hækkun.

Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga hækka í 4,3%, sem er töluvert frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Spár greiningaraðila liggja á bilinu 0,7-0,9% hækkun. Veiking krónunnar síðustu daga eykur að öllu öðru óbreyttu enn frekar líkur á hærra verðlagi þegar frá líður.