Forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu dagana 19. til 21. september næstkomandi. Af því tilefni hefur verið skipulögð viðskiptasendinefnd til að koma á og efla tengsl við fyrirtæki í landinu.


Rúmenía er ný komin inn í Evrópusambandið og því mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að koma á samböndum og skapa markaði fyrir vörur og þjónustu. Skráningarferstur er til 31. ágúst, en þau fyrirtæki sem óska eftir að settir verði upp viðskiptafundir hafi samband sem allra fyrst.

Boðið verður upp á skipulag viðskiptafunda þann 19. september en þann 20. verður viðskiptaþing þar sem Ísland og íslensk fyrirtæki verða kynnt.