Viðskipti hefjast í dag í Kauphöllinni með hlutabréf færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Í síðasta mánuði var fyrsta skrefið í einkavæðingu félagsins stigið þegar landsstjórnin seldi þriðjungshlut í félaginu. Miðað við gengi bréfanna í frumútboðinu er markaðsverð Atlantic Airways rúmir 3 milljarðar ISK.

Velta félagsins hefur vaxið hratt á síðustu árum og var 519 milljónir DKK í fyrra, jafnvirði rúmra 6 milljarða ISK. Hagnaður var 4 milljónir DKK og heildareignir 364 milljónir DKK. Félagið flutti 351 þúsund farþega í fyrra.