Finnair, sem FL Group á 22,4% hlut í, skilaði 9,3 milljóna evru hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins (rúmar 800 milljónir króna), samanborið við fjögurra milljóna evru (347 milljónir króna) tap á sama tíma fyrir ári. Þetta kemur fram í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans.

?Miklar hagræðingaraðgerðir hafa staðið yfir frá því í fyrra og gert er ráð fyrir að þær skili 40 milljón evra (3,5 milljarðar króna ) sparnaði í ár,? segir greiningardeildin.

Velta Finnair jókst um 10% og nam 529 milljónum evra (46 milljarðar króna) og farþegum fjölgaði um 9,3%. Sætanýting batnaði um 1,2 prósentur í 75,8%. EBIT sem hlutfall af veltu var 1,1%, samanborið við neikvætt um 1,1% á sama tíma í fyrra.

?Í tilkynningu félagsins er haft eftir forstjóra þess að mikil eftirspurn sé bæði í Asíu og Evrópu og hlutdeild í flugi á milli þessara heimsálfa fari vaxandi. Verið sé að hefja flug á nýjum leiðum bæði í Evrópu og Asíu og Finnair ætli sér að eiga hlutdeild í vextinum í Asíu,? segir greinignardeildin.