Fyrrverandi framkvæmdastjóri Volkswagen vissi af svindlbúnaðinum sem hefur steypt bílaframleiðandanum í umfangsmikla málaferla og lögsóknir. Þetta kemur fram á veg tímaritsins Time.

Martin Winterkorn, framkvæmdastjórinn fyrrverandi, á að hafa fengið upplýsingar um að umhverfiseftirlitsstofnanir væru að rannsaka kolefnismagn í útblæstri bifreiða VW.

Þá hafi minnisblað verið skrifað og dreift um meðal starfsfólks fyrirtækisins, en á minnisblaðinu á að hafa staðið að engin rökræn ástæða væri fyrir því að útblásturinn væri hærri en hann ætti að vera.

Enn fremur á að hafa staðið á minnisblaðinu að hvern þann sem það ritaði hefði grun um að umhverfiseftirlitsyfirvöld hygðust rannsaka útblástur bifreiðanna nánar.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað ítarlega um útblásturshneyksli Volkswagen. Lesa má nánar um málið með því að skoða tenglana fyrir neðan fréttina.