Væntingar neytenda í Bandaríkjunum bötnuðu meira í ágúst en búist var við. Dró úr verðbólguvæntingum samfara því að sala nýrra heimila dróst saman í júlí. Reuters segir frá þessu.

Sala nýrra heimila í Bandaríkjunum hefur ekki verið minni í 17 ár. Nýlegar rannsóknir benda jafnframt til þess að húsnæðisverð í stórborgum hafi fallið um 15,9% frá því fyrir ári síðan.

Samkvæmt mælingum hækkaði væntingavísitala bandarískra neytenda úr 51,9 í 56,9 í ágúst, sem er hæsta mælingin á þessu ári síðan í maí. Minnkandi verðbólguvæntingar ætti síðan að gleðja forsvarsmenn seðlabankans vestanhafs.