Evran hefur lækkað tvo daga í röð gagnvart Bandaríkjadal þar sem miðlarar veðja á að Seðlabanki Evrópu muni lækka vexti um 50 punkta í vikunni. Vextir eru nú 3% í Evrópu en með lækkuninni yrðu þeir lægri en þeir hafa verið frá árinu 2005.

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að Evrópa hafi vanmetið þörfina fyrir aðgerðir til örvunar með ríkisfjármálum fyrir evruríkin. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg. Þar er einnig haft eftir gjaldmiðlagreinanda RBC Capital Markets í Ástralíu að hluti af vanda evrunnar sé sú skoðun að Seðlabanki Evrópu hafi verið of seinn til lækkunar vaxta.