Vodafone ætlar ekki að vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Persónuvernd komst að þeirri niðustöðu að smáskilaboðum (SMS) á vefsíðu Vodafone sem voru eldri en sex mánaða átti að vera búið að eyða.

Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að í kjölfar innbrotsins ætli fyrirtækið að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Nú þegar hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða innan veggja Vodafone til að ná því markmiði. Má þar nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásarprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hafi einnig verið endurgert í netöryggismálum og samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt.

Í tilkynningu áréttar Vodafone að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læstu vefsíðu vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur, meirihluta skilaboðanna voru frá þjóunustufyrirtækjum og félagasamtökum sem sendu þjónustuupplýsingar.