Vodafone segir hina meintu úreltu tækni vera mest útbreidda og nýtta sjónvarpsdreifileið í heiminum. Tæknin sem fjallað hefur verið um í Viðskiptablaðinu er til umræðu í kjölfar skýrslu nefndar um rekstur og störf RÚV.

Í yfirlýsingu Vodafone segir að þessi meinta úrelta tækni dreifikerfisins sé af gerðinni 'DVB-2' og sé mest nýtta sjónvarpsdreifileið í heiminum í dag.

Sérlega sé dreifikerfið notað af fjölmiðlum í almannaeigu, því hún gerir engar kröfur til aukalegs kostnaðar fyrir notendur. Aukreitis hafi útboð RÚV sett skilyrði um 99.8% notkun á umræddu DVB-kerfi.

Enn fremur tekur Vodafone fram að samningagerð við Ríkisútvarpið hafi verið vönduð og skýr, og að Kauphöllin telji upplýsingagjöf fyrirtækisins hvorki til skoðunar né rannsóknar