Töluverður áhugi mun vera meðal fjárfesta á Eimskipi þótt ekki sé stefnt að skráningu félagsins á markað fyrr en í haust. Þannig hefur Viðskiptablaðið heimildir fyrir því að einhverjir vonbiðlar hafi þegar leitað beint til slitastjórnar Landsbankans til þess að þreifa á henni vegna mögulegra kaupa á hluta af þeim 37% sem slitastjórnin á í Eimskipi; munu slíkar viðræður raunar einmitt vera í gangi þessa dagana. Stjórnin vill þó ekki segja til um hvort til standi að selja hluti í Eimskipi alveg á næstunni eða ekki en viðurkennir þó að mikill áhugi sé á félaginu.Þannig sé í sjálfu sér ekki vandamál að selja hluti í Eimskipi, það sé fremur spurning um hvernig og fyrir hvaða verð verði selt. Slitastjórnin útilokar ekki að selja beint til áhugasamra fjárfesta sé það til þess fallið að hámarka virði eigna hennar og þar með kröfuhafa Landsbankans.

Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.