Óvæntur samdráttur varð á vöruskiptahalla Bandaríkjanna í maímánuði síðastliðnum og nam hann 59,8 milljörðum Bandaríkjadala en var 60,5 milljarðar í apríl. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Meðalspá Bloomberg fréttaveitunnar gerði ráð fyrir 62 milljarða halla.

Veik staða Bandaríkjadals ýtti undir útflutning í maí og jókst hann um 1% í mánuðinum.