Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir október 2012 var nam útflutningur 63,5 milljörðum króna og innflutningur 47,7 milljörðum króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 15,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Mest var flutt út af iðnaðarvörum, eða fyrir um 31,7 milljarða og sjávarafurðum fyrir um 29 milljarða. Mest áberandi í innflutningi voru hrá- og rekstrarvörur fyrir 15 milljarða og fjárfestingarvörur fyrir 11 milljarða.