*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 23. ágúst 2016 10:44

VW leysir deilu við birgja

Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur leyst deilu við tvo birgja. Deilan stöðvaði framleiðslu í verksmiðjun Volkswagen í Þýskalandi.

Ritstjórn

Framleiðsla VW stöðvaðist vegna deilunnar við birgja sem útveguðu VW annars vegar sæti og hins vegar hluta gírkassa.

Á vef Guardian kemur fram að þýska ríkisstjórnin hafi hvatt Volkswagen og birgjana að sættast, en talið er að VW gæti tekið á sig skell upp á 100 milljónir evra vegna deilunnar.

Birgjarnir tveir kröfðust bóta frá VW vegna þess tapaðra tekna vegna samningsslita.

Eftir 20 klukkustunda samningsviðræður, hafa deilurnar verið leystar. Því getur framleiðsla á bílum á borð við Golf og Passat hafist aftur. Höfðu deilurnar áhrif á 27,700 starfsmenn fyrirtækisins.

Stikkorð: VW bílar deilur