Wal-Mart, stærsta smásöluverslun í heimi, hefur hætt sölu á kvikmyndum gengum Netið og lokað fyrir þjónustuna ári eftir að hún var sett á laggirnar.

Í frétt á vef BBC er haft eftir talsmanni Wal-Mart að ákvörðum um að loka fyrir sölu og leigu á kvikmyndum í gegnum Netið hafi verið tekin eftir að Hewlett-Packard hætti að þjónusta forritið sem notað var til að halda þjónustunni gangandi.

Það að Wal-Mart sé hætta bjóða þessa þjónustu hlýtur að vera mikill léttir fyrir iTunes verslun Apple, Amazon og Netflix þar sem færri verða nú um hituna.