Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet sagði í viðtali við ABC fréttastofuna að ríkir Bandaríkjamenn ættu að borga hærri skatta en þeir gera nú. Sjálfur er Buffet einn ríkasti maður heims.

Hann sagði fylgjandi því að skattar á lágtekju- og millistéttir lækki en skattar á hina efnameiri, líkt og hann sjálfan, hækki. Hann sagði að ríkir hafi aldrei haft það betra en nú.

„Ríkt fólk er ætíð að segja við stjórnvöld að þau ættu að gefa þeim meira fé og hinir ríku muni þá eyða þeim og dreifist þannig til allra hinna,“ sagði Buffet. „En það hefur ekki virkað síðustu tíu árin og ég vona að almenningur í Bandaríkjunum sé að komast að því.“