Skattar á fyrirtæki hafa fram til þessa ekki skaðað bandarísk fyrirtæki, að sögn aldraða fjárfestisins Warren Buffett. Þvert á móti segir hann fyrirtækin hafa hagnast vel á skattalækkun þeim til handa á síðastliðnum 30 til 40 árum. Á sama tíma hafi skatta á launagreiðslur hækkað.

Buffett var í viðtali hjá bandarísku viðskiptafréttastöðinni CNBC. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að halda sköttum uppi í gegnum tíðina, sér í lagi að kollegar hans í hópi auðmanna opni veskið. Sérstaklega hefur hann mælt fyrir því nú þegar bandarískt efnahagslíf stendur við fjárlagaþverhnípið svokallaða. Þverhnípið (e. fiscal cliff) er samblanda af boðuðum skattahækkunum og niðurskurði á ríkisútgjöldum sem taka gildi eftir áramótin.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lagt til að skattar á sum fyrirtæki verði lækkaði á sama tíma og dregið verði úr skattaafsláttum.