Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air greindi frá því fyrr í dag að félagið muni 1. maí næstkomandi hefja flug frá Luton flugvellinum við London til Búdapest, Lissabon, Tenerife auk nokkurra áfangastaða í Rúmeníu samkvæmt frétt Reuters.

Með þessu verður Wizz air eitt fyrsta flugfélagið í Evrópu til að endurvekja áætlunarflug sem hefur verið í lamasessi vegna útbreiðslu COVID-19.

Wizz air hefur líkt og önnur flugfélög í Evrópu verið með nær allan sinn flugflota á jörðu niðri síðustu vikur. Samkvæmt forsvarsmönnum Wizz Air er ástæða þess verðið sé að setja sumar vélar aftur í loftið sú að félagið vilji veita nauðsynlega þjónustu við þá farþega sem þurfi nauðsynlega að ferðast. Samt. Áætlanir Wizz Air eru þó með þeim fyrirvara að stjórnvöld muni ekki leggja á neinar frekari ferðatakmarkanir en nú eru í gildi.