Fyrstu sjö daga septembermánaðar var ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz air með fleiri brottferðir en Icelandair, eða 26 ferðir á móti 19 ferðum íslenska flugfélagsins að því er Túristi greinir frá.

Ástæðan er sú að af 127 brottförum sem voru áður á dagskrá þessa sjö daga aflýstu flugfélögin 52 þeirra vegna hertra reglna um að allir færu í sóttkví við komuna til landsins.

Þannig stóðst aðeins 59% flugáætlunarinnar, en Icelandair aflýsti flestum flugferðum, eða 49 af 68 sem hætt var við að fljúga.

Í dag hefur sjö af átta áætluðum brottförum verið aflýst, en á sama tíma mun Wizz Air fljúga til Mílanó á Ítalíu, Vínar í Austurríki og Kraká og Gdansk í Póllandi.