Wow air mun sækja um flugrekstrarleyfi innan tíðar. Að sögn Skúla Mogensen, eiganda félagsins, mun ferlið taka einhvern tíma en hann telur það grundvallaratriði að geta flogið undir eigin merkjum og rekið eigin flugvélar. Það sé einnig til marks um að ekki sé tjaldað til einnar nætur.

Þetta segir Skúli í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Þar bregst hann við þeirri umræðum um hvort Wow air geti kallað sig flugfélag. Skúli segir um skilgreiningaratriði að ræða en flugmálastjórn gerði athugasemdir um að Wow væri ekki með flugrekstrarleyfi. Skúli segir það rétt og þess vegna sé flogið undir merkjum Avion Express.