*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. október 2014 12:13

WOW air hefur flug til Tenerife

Wow air mun fljúga einu sinni í viku á flugvöllinn í Tenerife frá mars á næsta ári.

Ritstjórn

Í mars á næsta ári mun WOW air hefja flug til Tenerife. Flogið verður einu sinni í viku á laugardögum á flugvöllinn Tenerife Sur með brottför frá Íslandi kl. 9 að morgni yfir vetrartímann og kl. 7 að morgni yfir sumartímann.

Flogið verður allt árið um kring frá 28. mars á nýlegri Airbus A321 flugvél WOW air. Jafnframt býður WOW air upp á yfir 600 mismunandi gistirými í samstarfi við Bookings.com á Tenerife.

„Við erum mjög spennt að geta boðið Íslendingum flug til þessa vinsæla áfangastaðar. Að sjálfsögðu munum við halda áfram okkar verðstefnu að bjóða ávallt lægstu verðin bæði á flugmiðum sem og á hótelum í samstarfi við Bookings.com. Við munum koma með aukna samkeppni í flugi til Tenerife sem mun skila sér í lægra verði til íslenskra neytenda“ segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air.

Stikkorð: Wow air