*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 22. október 2014 08:07

Wow flýgur til Bandaríkjanna

Stefna á flug til Washington D.C. í júní og Boston í mars á næsta ári.

Ritstjórn

Flugfélagið Wow Air hefur opnað fyrir bókanir á flugferðum til Bandaríkjanna á heimasíðu sinni. Þá standa til boða tvær ferðir, til Washington D.C. annars vegar og Boston hins vegar. Fyrstu ferðina er hægt að bóka til Boston 27. mars á næsta ári og hægt verður að fljúga til Washington frá 4. júní á næsta ári.

Flogið verður allt árið til Boston en að flug til Washington verði árstíðabundið til að byrja með og að flogið verði þangað til loka október. 

Þá verður flogið á Airbus A321 vélum og verða þær 200 sæta.