*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 5. september 2018 09:15

WOW hefur sölu á flugi til Orlando

WOW air hefur í dag sölu á flugi til Orlando, sem hefjast mun 18. desember. Icelandair hefur flogið þangað í áratugi.

Ritstjórn
Flugið til Orlando verður með Airbus A321neo flugvélum.
Aðsend mynd

Í dag hefst sala á flugi WOW air til Orlando í Flórida samkvæmt tilkynningu frá félaginu, en þangað hefur Icelandair lengi flogið. Flugferðir WOW munu hefjast 18. desember og fljúga þrisvar í viku til og með 30. apríl. Flugtíminn er rúmir 8 klukkutímar og lent verður klukkan 8 að kvöldi að staðartíma.

Skúli Mogensen, eigandi WOW, segir Orlando vera skemmtilegan stað sem lengi hafi notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum. Þá er veðrið þar yfir vetrarmánuðina sagt milt, og borgin sögð hafa upp á margt að bjóða fyrir alla fjölskylduna, meðal annars skemmtigarðana Disney World, Universal Orlando Resort, og Wizarding World of Harry Potter.

Stikkorð: WOW