Nóvember 2006 : XL Leisure Group verður til eftir að stjórn flugfélagsins Excel Airways tekur yfir reksturinn.

Félagið tilkynnir um nýja markaðssókn og nýtt vörumerki, og ekki síst nýjar leiðir sem fyrirtækið hygðist bjóða upp á.

XL verður til úr áðurnefndu Excel Airways og öðrum flugfélögum og ferðaskrifstofum, meðal annars í Þýskalandi og Frakklandi. Stjórnendur fyrirtækisins segjast ætla að verða stærstir á sínu sviði innan tveggja ára.

XL gerir auglýsingasamning við West Ham til að vekja athygli að nýstofnuðu fyrirtækinu.

Maí 2008 : XL tilkynnir um 23,6 milljón punda tap fyrir uppgjörsárið sem endaði í október 2007. Endurskipulagning innan fyrirtækins er þó kynnt til sögunnar með miklum lúðrablæstri.

Forsvarsmenn félagsins vara við því að hækkandi eldneyrisverð muni reynast erfitt viðureignar, en forstjórinn heldur því engu að síður fram að framtíð félagsins lofi góðu.

Júní 2008 : Forstjóri XL segir af sér af persónulegum ástæðum. Fyrrverandi forstjóri félagsins og sá sem leiddi skuldsetta yfirtöku á Excel Airways, Phil Wyatt, tekur við.

Ágúst 2008 : Xl tilkynnir að öll vetrarflug til áfangastaða í karabíska hafinu hafi verið felld niður frá og með byrjun nóvember. Hætt er að fljúga til Sankti Kitts og Nevis, Trinidad og Tóbagó, Antíga, Sankti Lúsía, Barbados og Grenada.

XL útskýrir niðurskurðinn með hækkandi eldneytisverði og minnkandi vinsældum ferða yfir Atlantsála.

September 2008 : XL staðfestir að viðræður um endurfjármögnun félagins séu í gangi, en neitar að tjá sig um hvort fjárinnspýting sé nauðsynleg.

Talsmaður fyrirtækisins heldur því fram að engin tengsl séu milli niðurfellingu ferðanna til karabíska hafsins og endurfjármögnunarviðræðna.

12. September 2008 : XL Leisure Group er tekið til gjaldþrotaskipta.