Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.
Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.

Stjórnendur verslunar Hagkaupa hafa ákveðið að setja hluta af matreiðslubókum sínum á netið. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda frá því fyrsta bókin kom út árið 1996. Á þessum sautján árum hafa um 340 þúsund matreiðslubækur selt en það jafngildir því að þrjá Hagkaupsbækur eru til á hverju heimili. Bækurnar hafa selt vel í gegnum árin og oftar en ekki vermt efstu sæti metsölulista bókaverslana.

Nýjasta bókin, Grillréttir Hagkaupa sem meistarakokkurinn Hrefna Sætran skrifaði, kom út fyrir ári og situr hún í 10. sæti á bókalistanum.

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir í tilkynningu að viðskiptavinir hafi skorað á verslunina að setja uppskriftir úr bókunum á Netið. Í fyrstu atrennu verða yfir 1.000 uppskriftir úr fjórum bókum á Netinu. Þær eru úr fjórum bókum: Léttir réttir, Heilsuréttir, Ítalskir réttir og Brauð- og kökubók Hagkaups ásamt stökum uppskriftum Rikku.

Uppskriftavefur Hagkaups .