Fyrir áramót gaf embætti sér­ staks saksóknara það upp að um tíu stór mál væru á lokastigi rannsóknar og því styttist tíminn þar til ákærur yrðu gefnar út eða mál yrðu látin niður falla ef ekki gæfist tilefni til ákæru. Einnig kom fram að málin tengdust flest hruninu og föllnu bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi. Búið er að ákæra í markaðsmisnotkunar­ málum tengdum Glitni og Kaupþingi og er því ekki út í hött að ætla að næsta stóra mál tengist gamla Landsbankanum.

Fyrst varð rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun innan gamla Landsbankans vart hjá sérstökum saksóknara fyrir rúmu ári þegar sjö fyrrverandi starfsmenn bankans voru teknir í yfirheyrslur hjá embættinu. Fór þar fremstur í flokki Sigurjón Árnason, en auk hans voru yfirheyrð þau Ívar Guðjónsson, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs, Yngvi Örn Kristinsson, yfirmaður hagfræðisviðs, Steinþór Gunnarsson, yfirmaður verðbréfamiðlunar, og þeir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, sem báðir störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans. Halldór Kristjánsson var ekki yfirheyrður við þetta sama tilefni, en hann gaf sína skýrslu á öðrum tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.