Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar staðfesta þeir að lögreglan hafi handtekið þá í morgun. Yfirlýsingin er birt á vefsíðu Financial Times.

Bræðurnir segja að yfirheyrslur standi nú yfir og að þeir séu spurðir út í tengsl þeirra við Kaupþing banka. Tchenguiz-bræður segja að þeir séu samstarfsfúsir og séu þess fullvissir að þeir verði hreinsaðir af grun um misgjörðir.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), og embætti sérstaks saksóknara framkvæmdi ítarlegar húsleitir og handtók níu manns í Reykjavík og London í morgun. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að rannsóknin sé á vegum SFO og snúist um innlánasöfnun Kaupþings Edge og  útlán Kaupþings til Robert Tchenguiz.

Meðal þeirra sem voru handteknir eru Sigurður Einarsson, Ármann Þorvaldsson, Bjarki Diego og Guðni Níels Aðalsteinsson auk Tchenguiz-bræðra.

Nánar má lesa um rannsóknina hér .