Ri Yong-ho, yfirmaður herafla Norður-Kóreu, hefur verið settur af. Hann er sjötugur að aldri, æskuvinur þjóðarleiðtogans Kim Jong Il og einn af valdamestu mönnum landsins. Opinbera skýringin er sú að Yong-ho sé kominn á aldur og glími við veikindi. Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal Financial Times , segja hins vegar ákvörðunina í höndum Kim Jong Un, arftaka Kim Jong Il, sem vilji styrkja stöðu sína, ekki síst innan hersins.

Leiðtogaráð Norður-Kóreu fundaði í gær og steig Yong-ho frá í dag, að sögn Financial Times.

Kim Jong Il lést í desember í fyrra. Lítið var vitað um arftakann þegar hann steig skyndilega fram á sjónarsviðið eftir andlát leiðtogans að öðru leyti en því að hann hefur verið í skóla í Sviss og öðru hvoru megin við þrítugt.

Jeung Yong-tae, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, segir í samtali við Financial Times, Kim Jong-Un vilja draga úr völdum herforingja landsins. Her Norður-Kóreu er með þeim fjölmennstu í heimi en hann telur 1,2 milljónir hermanna.