*

þriðjudagur, 27. október 2020
Innlent 31. október 2018 08:30

Yfirmaður hjá Alphabet segir af sér

Stjórnandi rannsóknararms móðurfélags Google hættir eftir ásakanir um kynferðisáreiti. Veita netaðgang með loftbelgjum.

Ritstjórn
Sundar Pichai forstjóri Google hefur beðist afsökunar á fyrri viðbrögðum fyrirtækisins og sagt upp 48 manns, þar af 13 yfirmönnum.
european pressphoto agency

Rich DeVaul, framkvæmdastjóri Alphabet X, sem er rannsóknardeild Alphabet, móðurfélags Google, hefur sagt af sér. Kemur afsögnin í kjölfar fréttar New York Times fyrr í vikunni um að stjórnendur hjá félaginu hafi misnotað aðstöðu sína í kynferðislegum tilgangi.

Fleiri aðilar voru nefndir í greininni, þar með talið Andy Rubin faðir Android símakerfisins eins og það er nefnt, en hann hætti árið 2014 og fékk veglegan starfslokasamning sem enn er verið að greiða af. DeVaul er einn af stofnendum Loon verkefnisins sem ætlað er að veita milljónum manns aðgang að internetinu sem ekki fá það núna, m.a. með netmöstrum í risastórum loftbelgjum eða blöðrum.

Samkvæmt frétt New York Times hafði DeVaul lýst yfir áhuga á frekari kynnum við starfsumsækjanda, en eftir innri endurskoðun á málinu í fyrirtækinu haldið vinnunni. Sagði hann í viðtalinu að hann og kona hans væru í opnu sambandi og síðan á hann að hafa haldið áfram að sýna áhuga sem ekki var gagnvæmur vilji fyrir á Burning Man útihátíðinni viku seinna.

Forstjóri Google, Sundar Pichai hefur sent tölvupóst til starfsmanna fyrirtækisins og beðist afsökunar á fyrri viðbragðsleysi fyrirtækisins varðandi ásakanir í kynferðismálum. Þar sagðist hann hafa sagt upp 48 manns, þar með talið 13 yfirmönnum á síðustu tveimur árum.