Yfirtaka ensk-áströlsku námuvinnslusamsteypunnar Rio Tinto á kanadíska álrisanum Alcan er í höfn. Tilboðið hljóðaði upp á 38,1 milljarð Bandaríkjadala og var sett fram með stuðningi stjórnar Alcan, í kjölfar þess að bandaríska álfyrirtækið Alcoa hafði sýnt félaginu áhuga og lagði fram yfirtökutilboð í sumar. Tilboð Alcoa var um tíu milljörðum dala lægra og nam um 27 milljörðum.

Nánar er fjallað um yfirtökuna í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.