Yfirtökunefnd mun fylgjast mjög grannt með þeim hræringum sem orðið hafa innan FL Group að sögn Viðars Más Matthíassonar, lagaprófessors við Háskóla Íslands og formanns nefndarinnar. "Þarna er um að ræða slíkar eignatilfærslur að það fellur beinlínis undir verksvið yfirtökunefndar að fylgjast með gangi mála. Við munum skoða þau vandlega," segir Viðar Már. "Helst hefðum við viljað fá þessar upplýsingar áður en þær voru kynntar, því það getur verið afar erfitt að vinda ofan af málum sem þessum þegar búið er að framkvæma málið."

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.