Óvissan sem fylgir mögulegum skattahækkunum í Bandaríkjunum hefur þegar haft áhrif á áætlanir fyrirtækja og fjárfestingaákvarðanir. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Efnahagsþróunin er enn stærsta umhugsunarefni bandarískra fyrirtækja. Áhyggur aðila viðskiptalífsins hafa í auknum mæli snúist um hvort fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun framlengja eða fella niður ívilnandi ákvæði, sem samþykkt voru í tíð George Bush yngri.

Eigendur smærri fyrirtækja eru áhyggjufullir yfir mögulegum skattbreytingum hafa leitt til þess að þeir hafa dregið úr mannaráðningum og fjárfestingu.