Forsvarsmenn fasteignafélagsins Þyrpingar hafa óskað eftir því á fundi með umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar og bæjarstjórnendum að fá að byggja 500 fermetra viðbót við nýlegt verslunarhús Bónuss í Borgarnesi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhornsins í Borgarnesi.

Á fundinum kynntu forráðamenn Þyrpingar hugmyndir sínar um stækkun hússins að Digranesgötu 6. Ef leyfi fæst til stækkunar yrði um að ræða viðbyggingu við húsið sem mun þá hýsa einhvers konar sérvöruverslun sem heyrir undir Haga.