Landsframleiðslan í Þýskalandi dróst saman um 2,1% á fjórða fjórðungi í fyrra, sem er mesti samdráttur þar í landi frá því að Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland voru sameinuð. Endir dýfunnar er ekki sjáanlegur, segir í frétt Financial Times Deutschland.

Evran lækkaði við fréttirnar og fór undir 1,29 dollara.