KPMG er stærsta endurskoðunarskrifstofa landsins með 5,3 milljarða í veltu árið 2021. Hagnaðurinn nam 474 m.kr. samanborið við 250 m.kr. árið á undan. Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem kom nýlega út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Hjá KPMG voru 247 starfsmenn í lok rekstrarárs, 133 konur og 114 karlar. Ársverkin, samkvæmt skýrslu stjórnar, voru 237 á árinu.

Hluthafar í lok ársins 2021 voru 35, allir með 3% hlut utan fjögurra sem áttu minni hlut. Félagið greiddi 470 m.kr. í arð vegna 2021 og því fengu flestir hluthafar 14,1 m.kr. í sinn hlut fyrir fjármagnstekjuskatt.

Deloitte er mjög skammt undan með 5 milljarða í veltu árið 2021. Hagnaður var 407 m.kr. árið 2021 en 305 m.kr. árið á undan.

Fjöldi starfsmanna Deloitte er um 260. Eini eigandi Deloitte er D&T sf. Deloitte greiddi 410 m.kr. í arð til eigenda sinna sem eru 31 í dag.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði