Ein af ósögðum fréttum af niðurstöðu nýliðinna sveitarstjórnarkosninga er að mati hrafnanna að fyrrverandi starfsmenn greiningardeildar Arion banka eru eftirsóttir starfskraftar á þessum vettvangi.

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, mun stýra bænum næstu fjögur árin, en sem kunnugt er stýrði hún greiningardeildinni áður en hún réð sig til starfa hjá Samtökum atvinnulífsins. Forveri Ásdísar á greiningardeildinni, Stefán Broddi Guðjónsson, hefur svo verið ráðinn sveitarstjóri Borgar­byggðar.

Hrafnarnir munu því fylgjast spenntir með því hvað aðrir fyrrverandi starfsmenn greiningardeildarinnar gera í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir fjögur ár og horfa sérstaklega til knatt­spyrnu­kempunnar Þorbjarnar Atla Sveinssonar í þeim ­efnum, en hann starfar nú sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Acra.