Í Frjálsri verslun, sem kom út í síðustu viku, var fróðleg umfjöllun um viðskipti Íslendinga við Sovétmenn og síðar Rússland og önnur ríki sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Það sem ætti ef til vill að koma mest á óvart þegar umfjöllunin er lesin er sú staðreynd að Sovétríkin voru stærsta viðskiptaríki Íslands yfir langt árabil og meðal þeirra stærstu alveg þar til veikar stoðir kommúnistaríkisins byrjuðu að gefa sig upp úr 1980 og þar til ríkjasambandið hrundi árið 1991.

Það er ýmislegt hægt að læra af sögunni. Eitt það mikilvægasta er að þeir sem álíta að ríki eigi vini ganga í villu og svima. Ríki eiga hagsmuni.

Bretar settu löndunarbann á íslenskar sjávarafurðir árið 1952 í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsöguna í fjórar mílur. Þá var Bretland stærsta og mikilvægasta útflutningsríki Íslands, með um þriðjung af öllum útflutningi okkar.

Hagsmunir Breta voru óverulegir af útfærslunni en samt ákváðu þeir að setja efnahag landsins, sem byggðist þá nær eingöngu á fiskveiðum, í gríðarlega hættu. Þetta voru mun ósanngjarnari aðgerðir en í Icesave-málinu, og er þá heilmikið sagt.æ

***

Pólitísk forysta og frjáls viðskipti

Það skiptir allar þjóðir máli að til forystu veljist menn sem hafa ekki bara dug og kjark, heldur skýrar hugsjónir og yfirsýn. Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson voru þannig menn. Báðir vissu þeir að sósíalisminn, hvað þá kommúnisminn, væri hugmyndafræði sem myndi valda íbúum þeirra landa sem aðhylltust slíkar kenningar algjörum hörmungum.

En þeim var ljóst að leið þeirra sem vildu lýðræði, frelsi einstaklingsins og frjáls viðskipti væri ekki að neita að eiga viðskipti og samskipti við kommúnistaríkin, heldur einmitt að eiga slík samskipti.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði