Það er fallegt að fylgjast með þingmönnum tala fallega um verk feðra sinna. Í vikunni birti hann grein á Vísi þar sem hann dásamar hið undursamlega strandveiðikerfi sem faðir hans, Jón Bjarnason þáverandi sjávarútvegsráðherra, kom á fót árið 2009.

Bjarni lætur ekki staðar numið við að mæra föður sinn. Hann hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að auka hlut strandveiða í heildaraflanum um einhver 10 þúsund þorskígildistonn.

Með þessu vill hann styrkja eitthvað sem hann kallar „félagslegar fiskveiðar“ um tugi milljarða. Hröfnunum þykir þetta áhugavert hugtak og velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að ríkið styrki „félagslega iðnframleiðslu“ eða þá „félagslega áburðarframleiðslu“ svo einhver dæmi séu tekin.

En hverjir stunda þessar félagslegu fiskveiðar? Það er vel stætt fólk á efri árum sem hefur mikinn frítíma og hefur efni á að eiga trillur og búnað fyrir tugmilljónir króna sem einungis er notaður nokkrar vikur á ári

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill fyrst í blaðinu sem kom út 13. mars 2024.