Hrafnarnir lásu með áhuga grein þingmannsins Björns Levís Gunnarssonar um áskoranir haustsins á Alþingi sem birtist í Morgunblaðinu í gær.Björn, sem sumir segja vera einn mikilvægasta Íslending samtímans, segir að helsta átakamál haustsins verði eftirmálar skýrslu Ríkisendurskoðunar um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í framhaldinu gerir þingmaðurinn því skónna að um útboðið hafi markast af innherjaviðskiptum sem eiga að hafa pólitískar afleiðingar.

Af þessu er ljóst að Björn og félagar hans í stjórnarandstöðunni munu nota skýrsluna til þess að þyrla áfram upp pólitísku moldviðri burtu séð frá niðurstöðum hennar. Af þessu sögðu benda hrafnarnir að Björn hefur ekki ekki tjáð sig um sölu írska ríkisins á fimm prósentum af eign sinni í Allied Irish Banks í júní. Hluturinn var seldur í lokuðu útboði sem hófst eftir lokun markaða á mánudag. ­Afslátturinn í útboðinu var 6,5% miðað við markaðsgengi bankans áður en ráðist var í útboðið. Gengi hlutabréfa bankans hækkaði svo á ný eftir að útboðinu lauk. Engum sögum fer að því írskt samfélag hafi nötrað í kjölfar sölunnar.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. í Viðskiptablaðinu sem kom út 4. ágúst 2022.