Ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um tásumyndirnar frá Tene eru flestum í fersku minni. Ásgeir sagði í haust að fjöldi þeirra væri til marks um að íslensk heimili væru að nýta uppsafnaðan sparnað sinn í útlöndum með þeim efnahagslegu áhrifum að Seðlabankinn þyrfti að hækka vexti.

Hrafnarnir lásu áhugaverða úttekt í Viðskiptablaðinu um ferðakostnað þingmanna í fyrra. Þar kemur í ljós að bróðir seðlabankastjóra, Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri grænna, var í algjörum sérflokki þegar kom að kostnaði skattborgara landsins vegna ferðalaga hans til útlanda.

Bjarni Jónsson ferðaðist fyrir rétt um 4,5 milljónir króna í fyrra, og er tæpum 1,3 milljónum eða heilum 40 prósentum yfir Bryndísi Haraldsdóttur sem situr í öðru sætinu með 3,2 milljónir.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvort Ásgeir hefði ekki betur látið ummælin um tásumyndirnar falla í fjölskylduboði fremur en á vaxtákvörðunarfundi Seðlabankans.

Huginn og muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.